Reykjavik Runway pop-up verslanir voru settar upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum haustið 2017, Brooklyn og Seattle. Rigga sá um allt ferlið frá a til ö, eða vörusöfnun á Íslandi til dreifingar í Bandaríkjunum.
Viðburðirnir voru settir upp í tengslum við Taste of Iceland hátíðina og voru hönnunarhluti þeirra.
Reykjavik Runway verkefnið gekk vonum framar og von er á framhaldi árið 2018 en það snýst um að markaðssetja íslenska hönnuði á erlendum markaði. Rigga var framkvæmdaaðili verkefnisins.