Rigga sá um verkefnastjórn Fundar Fólksins en Fundur Fólksins er lýðræðis- og stjórnmálahátíð að Norrænni fyrirmynd og var hún haldin í annað sinn hér á landi 2.-3. september 2016. Rigga sá um að kynna hátíðina til mögulegra þátttakenda, útbúa markaðsefni, vera þátttakendum innan handar, setja upp sýningarsvæðið og sjá um hátíðina frá a-ö.
Fundur Fólksins 2016 sló aðsóknarmet en talið er að um 3.000 manns hafi heimsótt hátíðina sem haldin var í og við Norræna húsið.
Framkvæmdaaðili Fundar Fólksins 2016 var Almannaheill – samtök þriðja geirans með stuðningi; Velferðarráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Norræna hússins.
Sjá nánar á Facebooksíðu Fundar Fólksins