Íslenska Sjávarútvegssýningin 2016
Íslenska Sjávarútvegssýningin 2016
05/10/2016 11:13 0

Rigga hoppaði inn í Íslensku Sjávarútvegssýninguna á lokametrunum og tók að sér sýningarstjórn sýningarinnar.

Verkefni Riggu voru samskipti við sýnendur, öryggismál, uppsetning sýningarinnar ásamt veislustjórn í opnun. Það eru ansi mörg handtök sem þarf þegar báðar hallir Laugardalshallarinnar eru undir en með samhentu átaki gekk sýningin eins og í sögu. Um 12.000 gestir heimsóttu sýninguna á þeim þrem dögum sem hún stóð yfir.

Framkvæmdaaðili Íslensku Sjávarútvegssýningarinnar var Ólafur M. Jóhannsson, sýningahaldari.